Keyrðu úr Hólminum, æfingunni var aflýst og þeir teknir af löggunni á leiðinni til baka: „Þeir færðu fórnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 15:01 Brynjar Þór Björnsson og Teitur Örlygsson í settinu á föstudagskvöldið. /Skjáskot Stöð 2 Sport Brynjar Þór Björnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi leikmaður KR, segir að „nýja“ landsliðið okkar verði að vera tilbúið að færa fórnir. Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira