Keyrðu úr Hólminum, æfingunni var aflýst og þeir teknir af löggunni á leiðinni til baka: „Þeir færðu fórnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 15:01 Brynjar Þór Björnsson og Teitur Örlygsson í settinu á föstudagskvöldið. /Skjáskot Stöð 2 Sport Brynjar Þór Björnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi leikmaður KR, segir að „nýja“ landsliðið okkar verði að vera tilbúið að færa fórnir. Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira