Mikilvægu verkefnin framundan Arnar Páll Guðmundsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Reykjanesbær Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun