„Hún er fullorðin en hún er samt barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2020 09:31 Nína Snorradóttir sagði frá sinni reynslu í þættinum Spjallið með Góðvild. Góðvild „Systir mín flytur til okkar 2018 og hafði alla tíð búið hjá móður okkar. Mamma er af þeirri kynslóð að hún vildi bara hafa hana hjá sér, vildi ekki að hún færi á sambýli,“ segir Nína Snorradóttir. Eftir að móðir Nínu féll skyndilega frá tók hún þroskaskerta systur sína að sér. „Þá á hún ekki virka umsókn inni í kerfinu til að fá húsnæði fyrir sig. Þegar þetta gerist, þegar hún fellur frá, þá er ekkert sem grípur systur mína. Hún var bara heimilislaus. Það er einhvern veginn ekkert sem gerist í kerfinu.“ Nína sagði frá þeirra reynslu í þættinum Spjallið með Góðvild. Systir hennar er 44 ára gömul í dag en hún varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem veldur hennar fötlun og er með mikla þroskaskerðingu. „Meðalþroskinn hennar er í kringum átta ára aldur.“ Aðeins þrjú ár eru á milli systranna.Mynd úr einkasafni Fullorðin samkvæmt kennitölu Nína gagnrýnir að hafa ekki verið með nein réttindi eins og varðandi veikindadaga þegar systir hennar var veik og þurfti umönnun. „Það þarf að hjálpa henni að elda, það þarf að hjálpa henni að þrífa, það þarf að hjálpa henni að þvo þvott, það þarf að hjálpa henni að ganga frá. Þannig að ég myndi segja að hún þarf manninn með sér. En þegar hún kemur til okkar þá áttum við okkur á því að við erum svolítið réttindalaus gagnvart henni. Samkvæmt kennitölu er hún fullorðin.“ Nína segir að margt þurfi að breytast í kerfinu varðandi þroskaskerta einstaklinga eldri en 18 ára, sérstaklega varðandi sjúkratryggingamál, stuðning og búsetuúrræði. „Hún er fullorðin en hún er samt barn.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Nína Snorradóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Félagsmál Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
„Þá á hún ekki virka umsókn inni í kerfinu til að fá húsnæði fyrir sig. Þegar þetta gerist, þegar hún fellur frá, þá er ekkert sem grípur systur mína. Hún var bara heimilislaus. Það er einhvern veginn ekkert sem gerist í kerfinu.“ Nína sagði frá þeirra reynslu í þættinum Spjallið með Góðvild. Systir hennar er 44 ára gömul í dag en hún varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem veldur hennar fötlun og er með mikla þroskaskerðingu. „Meðalþroskinn hennar er í kringum átta ára aldur.“ Aðeins þrjú ár eru á milli systranna.Mynd úr einkasafni Fullorðin samkvæmt kennitölu Nína gagnrýnir að hafa ekki verið með nein réttindi eins og varðandi veikindadaga þegar systir hennar var veik og þurfti umönnun. „Það þarf að hjálpa henni að elda, það þarf að hjálpa henni að þrífa, það þarf að hjálpa henni að þvo þvott, það þarf að hjálpa henni að ganga frá. Þannig að ég myndi segja að hún þarf manninn með sér. En þegar hún kemur til okkar þá áttum við okkur á því að við erum svolítið réttindalaus gagnvart henni. Samkvæmt kennitölu er hún fullorðin.“ Nína segir að margt þurfi að breytast í kerfinu varðandi þroskaskerta einstaklinga eldri en 18 ára, sérstaklega varðandi sjúkratryggingamál, stuðning og búsetuúrræði. „Hún er fullorðin en hún er samt barn.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Nína Snorradóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Félagsmál Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp