Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 15:26 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins og hermannsins Mohsen Fakhrizadeh. AP/Varnamálaráðuneyti Írans Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira