Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 10:00 Af fótboltaæfingu í Kórnum. vísir/hanna Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir. „Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu. Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
„Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu.
Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira