Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2020 09:16 Saga Sig myndaði línuna Kliður og þurftu hönnuðirnir að fá fólk sem væri nú þegar í nánum samskiptum til að sitja fyrir á myndunum. Saga Sig Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara. Kliður dregur nafn sitt frá litlu ljóði sem Júlíanna hafði skrifað fyrr á árinu; „Innri kliður, líður upp og niður” og kristallast saga og tilgangur skartgripalínunnar í þeirri setningu. Júlíanna Ósk Hafberg og Ester Auðunsdóttir.Kliður.com „Mjúkar straumlaga línur skartgripalínunnar eiga sér upptök í hinni flæðandi leið sem líf okkar, hugsanir og tilfinningar renna eftir. Kliður er myndgerving þess að lífið er straumlínulaga, fer upp og niður og út um allt, og fagnar þannig hinu náttúrulega flæði; ófullkomnun. Kliður flæðir þannig mjúklega í kringum fingur og háls, í gegnum eyru og upp við líkamann,“ segir um línuna. KliðurSaga Sig Ólíkir styrkleikar Allir hlutirnir í línunni eru handgerðir af Ester og Júlíönnu alfarið úr 925 sterling silfri, á litlu verkstæði heima hjá Ester í Laugardalnum, Reykjavík. Hlutirnir koma því í takmörkuðu upplagi og eru sumir þeirra einungis gerðir eftir pöntunum. Júlíanna Ósk Hafberg er myndlistarkona, hönnuður og nýlega útskrifuð úr skapandi leiðtoga og verkefnastjórnunarskólanum Kaospilot í Árósum, Danmörku. Ester Auðunsdóttir útskrifaðist með sveinspróf í gullsmíði frá Tækniskólanum í vor. Júlíanna hafði áður verið að gefa út eyrnalokka undir nafninu Tears in My Ears og hafði því mikinn áhuga á skartgripasmíði og hönnun. KliðurSaga Sig Þær segja að það hafi myndast fullkomið samstarf á milli þeirra tveggja, þar sem Ester hefur mikla færni í tæknilegum útfærslum og smíðum á skartgripum - en Júlíanna er menntaður hönnuður og verkefnastýra og kom því sterk inn í hugmyndavinnu, teikningu, hönnun og umgjörð línunnar. Þær segja að það sé algjör styrkleiki að byggja eitthvað svona upp með einhverjum sem hefur aðra styrkleika og þekkingu heldur en maður sjálfur og vilja þær meina að það sé grunnurinn af því hversu vel samstarfið hefur gengið á milli þeirra. KliðurSaga Sig Hugsuðu í lausnum Þær ætluðu í upphafi að hanna tvo til fjóra skartgripi en hugmyndirnar flæddu og það vatt hratt upp á sig þangað til að þær sátu með 16 stykkja línu í höndunum. Skartgripalínan samanstendur af fimm hálsmenum, sex eyrnalokkum og fimm hringum. Vegna aðstæðna gátu þær ekki haldið opnunarpartý og settu því áhersluna á heimasíðu og fallegan myndaþátt. Saga Sig tók allar myndirnar en Marta Kjartansdóttir leikstjóri tók upp myndefni. Ísak Helgason sá alla förðun. Málin flæktust aðeins þegar kom að því að finna módel fyrir tökuna, því þær höfðu séð fyrir sér að vera með nokkur módel í einu. Þriðja bylgja var ný skollin á með hertum sóttvarnarreglum og þurftu þær því að hugsa lausnamiðað. Þær höfðu því samband við fólk sem nú þegar voru í nánu sambandi og væru að umgangast hvort annað, sem var líka einkar skemmtileg upplifun fyrir þau. Voru það vinkonurnar Vigdís Perla og Elín, mæðgurnar Þóra og Sunna, og parið Eydís og Camilo, ásamt Chanel Björk, sem mættu því í hollum í myndatöku. Hægt er að sjá fleiri myndir úr myndaþætti Sögu Sig hér fyrir neðan. KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig Skartgripina er að finna inn á www.klidur.com og hægt er að fylgjast með þeim bæði á Facebook og Instagram undir nafninu @klidur__. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kliður dregur nafn sitt frá litlu ljóði sem Júlíanna hafði skrifað fyrr á árinu; „Innri kliður, líður upp og niður” og kristallast saga og tilgangur skartgripalínunnar í þeirri setningu. Júlíanna Ósk Hafberg og Ester Auðunsdóttir.Kliður.com „Mjúkar straumlaga línur skartgripalínunnar eiga sér upptök í hinni flæðandi leið sem líf okkar, hugsanir og tilfinningar renna eftir. Kliður er myndgerving þess að lífið er straumlínulaga, fer upp og niður og út um allt, og fagnar þannig hinu náttúrulega flæði; ófullkomnun. Kliður flæðir þannig mjúklega í kringum fingur og háls, í gegnum eyru og upp við líkamann,“ segir um línuna. KliðurSaga Sig Ólíkir styrkleikar Allir hlutirnir í línunni eru handgerðir af Ester og Júlíönnu alfarið úr 925 sterling silfri, á litlu verkstæði heima hjá Ester í Laugardalnum, Reykjavík. Hlutirnir koma því í takmörkuðu upplagi og eru sumir þeirra einungis gerðir eftir pöntunum. Júlíanna Ósk Hafberg er myndlistarkona, hönnuður og nýlega útskrifuð úr skapandi leiðtoga og verkefnastjórnunarskólanum Kaospilot í Árósum, Danmörku. Ester Auðunsdóttir útskrifaðist með sveinspróf í gullsmíði frá Tækniskólanum í vor. Júlíanna hafði áður verið að gefa út eyrnalokka undir nafninu Tears in My Ears og hafði því mikinn áhuga á skartgripasmíði og hönnun. KliðurSaga Sig Þær segja að það hafi myndast fullkomið samstarf á milli þeirra tveggja, þar sem Ester hefur mikla færni í tæknilegum útfærslum og smíðum á skartgripum - en Júlíanna er menntaður hönnuður og verkefnastýra og kom því sterk inn í hugmyndavinnu, teikningu, hönnun og umgjörð línunnar. Þær segja að það sé algjör styrkleiki að byggja eitthvað svona upp með einhverjum sem hefur aðra styrkleika og þekkingu heldur en maður sjálfur og vilja þær meina að það sé grunnurinn af því hversu vel samstarfið hefur gengið á milli þeirra. KliðurSaga Sig Hugsuðu í lausnum Þær ætluðu í upphafi að hanna tvo til fjóra skartgripi en hugmyndirnar flæddu og það vatt hratt upp á sig þangað til að þær sátu með 16 stykkja línu í höndunum. Skartgripalínan samanstendur af fimm hálsmenum, sex eyrnalokkum og fimm hringum. Vegna aðstæðna gátu þær ekki haldið opnunarpartý og settu því áhersluna á heimasíðu og fallegan myndaþátt. Saga Sig tók allar myndirnar en Marta Kjartansdóttir leikstjóri tók upp myndefni. Ísak Helgason sá alla förðun. Málin flæktust aðeins þegar kom að því að finna módel fyrir tökuna, því þær höfðu séð fyrir sér að vera með nokkur módel í einu. Þriðja bylgja var ný skollin á með hertum sóttvarnarreglum og þurftu þær því að hugsa lausnamiðað. Þær höfðu því samband við fólk sem nú þegar voru í nánu sambandi og væru að umgangast hvort annað, sem var líka einkar skemmtileg upplifun fyrir þau. Voru það vinkonurnar Vigdís Perla og Elín, mæðgurnar Þóra og Sunna, og parið Eydís og Camilo, ásamt Chanel Björk, sem mættu því í hollum í myndatöku. Hægt er að sjá fleiri myndir úr myndaþætti Sögu Sig hér fyrir neðan. KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig KliðurSaga Sig Skartgripina er að finna inn á www.klidur.com og hægt er að fylgjast með þeim bæði á Facebook og Instagram undir nafninu @klidur__.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira