Sakborningar fá nafnleynd í kjölfar ónæðis frá lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2020 15:16 Flest mál koma til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Einstaklingar í sakamálum eru nú merktir „X“ í dagskránni en hingað til hafa nöfn fólks í opnum þinghöldum verið birt á vef dómstólanna. Vísir/Vilhelm Tveir stærstu dómstólar landsins eru hættir að birta nöfn sakborninga opinberlega á dagskrá sinni vegna ónæðis frá lögmönnum sem hafa nýtt sér dagskrána til þess að sækja sér skjólstæðinga. Um er að ræða Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjaness. „Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar. Dómstólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar.
Dómstólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent