Hlutdeildarlán: Sótt um að byggja 2.333 íbúðir, búið að samþykkja 468 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 11:23 Vinna í kerfinu vegna hlutdeildarlána er komin á fullt. Vísir/Vilhelm Alls hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að byggja hagkvæmar íbúðir sem fjármagna má með hlutdeildarláni. Alls hyggjast þessir aðilar byggja 2.333 íbúðir, en þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að samþykkja 468 íbúðir sem uppfulla skilyrði hlutdeildarlánanna. Fjöldi íbúða sem sótt hefur verið um að byggja í tengslum við hlutdeildarlánin, flokkað eftir landshlutum. Lánin eru hluti af stuðningi stjórnvalda vegna lífskjarasamninga og er þeim ætlað að auðvelda ungum og tekjulágum að kaupa sína fyrstu eign. Lánið getur numið um fimmtungi af kaupverði og ekki þarf að greiða af því í allt að tuttugu ár. Lánið þarf hins vegar að greiða upp þegar íbúð er seld. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir að af þeim 2.333 hagkvæmu íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni, flestar á Suðurnesjum og Suðurlandi. Fjöldi þeirra íbúa sem búið er að samþykkja, flokkað eftir sveitarfélögum. Nú þegar sé búið að gefa út samþykki fyrir 468 íbúðum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, af þeim eru 200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 268 á landsbyggðinni, flestar í Reykjanesbæ og Akureyri. Í tilkynningunni segir að hlutdeildarlánin muni að mati HMS stuðla að auknu framboði íbúða sem henti tekjulægri hópum, ýta undir að sveitarfélög bjóði ódýrari lóðir og hvetja til nýsköpunar í byggingaraðferðum. Mikil eftirspurn sé eftir minni íbúðum en byggingaraðilar hafi hingað til séð sér meiri hag í byggingu stærri dýrari íbúða eða minni lúxusíbúða. Tilkoma hlutdeildarlánanna muni því verða þeim hvatning til að byggja meira fyrir þann hóp sem á rétt á nýju lánunum. HMS gerir ráð fyrir að veita lán til kaupa á um 500 íbúðum á næstu 12 mánuðum, en lánunum verður úthlutað sex sinnum á ári. Umsóknarfrestur fyrir síðustu úthlutun ársins 2020 rennur út þann 13. desember næstkomandi. Húsnæðismál Tengdar fréttir Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01 Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00 Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01 Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02 Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Alls hyggjast þessir aðilar byggja 2.333 íbúðir, en þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að samþykkja 468 íbúðir sem uppfulla skilyrði hlutdeildarlánanna. Fjöldi íbúða sem sótt hefur verið um að byggja í tengslum við hlutdeildarlánin, flokkað eftir landshlutum. Lánin eru hluti af stuðningi stjórnvalda vegna lífskjarasamninga og er þeim ætlað að auðvelda ungum og tekjulágum að kaupa sína fyrstu eign. Lánið getur numið um fimmtungi af kaupverði og ekki þarf að greiða af því í allt að tuttugu ár. Lánið þarf hins vegar að greiða upp þegar íbúð er seld. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir að af þeim 2.333 hagkvæmu íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni, flestar á Suðurnesjum og Suðurlandi. Fjöldi þeirra íbúa sem búið er að samþykkja, flokkað eftir sveitarfélögum. Nú þegar sé búið að gefa út samþykki fyrir 468 íbúðum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, af þeim eru 200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 268 á landsbyggðinni, flestar í Reykjanesbæ og Akureyri. Í tilkynningunni segir að hlutdeildarlánin muni að mati HMS stuðla að auknu framboði íbúða sem henti tekjulægri hópum, ýta undir að sveitarfélög bjóði ódýrari lóðir og hvetja til nýsköpunar í byggingaraðferðum. Mikil eftirspurn sé eftir minni íbúðum en byggingaraðilar hafi hingað til séð sér meiri hag í byggingu stærri dýrari íbúða eða minni lúxusíbúða. Tilkoma hlutdeildarlánanna muni því verða þeim hvatning til að byggja meira fyrir þann hóp sem á rétt á nýju lánunum. HMS gerir ráð fyrir að veita lán til kaupa á um 500 íbúðum á næstu 12 mánuðum, en lánunum verður úthlutað sex sinnum á ári. Umsóknarfrestur fyrir síðustu úthlutun ársins 2020 rennur út þann 13. desember næstkomandi.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01 Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00 Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01 Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02 Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01
Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00
Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01
Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02
Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13