Mörkin 750 á ferli Ronaldo | Bætir hann við listann í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 08:01 Fari svo að Ronaldo skori tvö mörk í dag þá er hann kominn upp í 650 mörk fyrir félagslið á ferlinum. Thananuwat Srirasant/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði á dögunum sitt 750. mark á ferlinum. Ótrúlegt afrek og það virðist ekkert vera hægja á kappanum þrátt fyrir að verða 36 ára á næsta ári. Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn