Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Kári Gautason skrifar 4. desember 2020 17:01 Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Kári Gautason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun