Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 13:23 Sjúkraþjálfari hugar að sjúklingi með Covid-19 á Mallorca á Spáni. Fleiri en 46.000 manns hafa látið lífið af völdum sjúkdóms þar. Vísir/EPA Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33