Risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 12:31 Russell Westbrook og John Wall í leik á móti hverjum öðrum en Westbrook mætti Wall aldrei sem leikmaður Houston Rockets. Getty/Torrey Purvey Stjörnuleikmennirnir Russell Westbrook og John Wall eru komnir í ný félög í NBA-deildinni í körfubolta eftir athyglisverð leikmannaskipti í gær. Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020 NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020
NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira