Risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 12:31 Russell Westbrook og John Wall í leik á móti hverjum öðrum en Westbrook mætti Wall aldrei sem leikmaður Houston Rockets. Getty/Torrey Purvey Stjörnuleikmennirnir Russell Westbrook og John Wall eru komnir í ný félög í NBA-deildinni í körfubolta eftir athyglisverð leikmannaskipti í gær. Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira