Sara setti naglana undir fyrir æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir keppir við íslenska veturinn þessa dagana. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir lét ekki íslenska vetrarveðrið koma í veg fyrir útiæfingu í gær. Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira