Sara setti naglana undir fyrir æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir keppir við íslenska veturinn þessa dagana. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir lét ekki íslenska vetrarveðrið koma í veg fyrir útiæfingu í gær. Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu