Það sem ég veit er að ég veit ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 2. desember 2020 20:29 Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun