Það sem ég veit er að ég veit ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 2. desember 2020 20:29 Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun