„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira