Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 14:49 Klukkan var tuttugu mínútur gengin í níu þegar Haraldur náði brotum ökumannanna á upptöku með bílamyndavél sinni. Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi. Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira