„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:53 Fólkið hélt áfram gleðskapnum eftir að barinn lokaði, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira