„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:04 Ingimar Helgi Finnsson og Hugi Halldórsson. Facebook/FantasyGandalf Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. „Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“ Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
„Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent