Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 12:10 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun vísir/Egill Aðalsteinsson Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði. Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09