Í tilkynningu segir að frumvörpin miði að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra en fundinum verður streymt.
„Verkefnið er risavaxið og sennilega felur það í sér mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.“
Auk ráðherra mun Najat Maalla M‘jid, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum, halda ávarp og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur, fjallar um hagrænan ávinning af innleiðingu frumvarps um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.