Þar segir að alls hafi nærri sextíu nýir starfsmenn verið ráðnir til Borgunar á síðustu mánuðum í tengslum við yfirstandandi umbreytingu Borgunar yfir í þjónustumiðað tæknifyrirtæki.
„Á sama tíma hefur verið dregið úr umsvifum á öðrum sviðum fyrirtækisins til að snúa við rekstrartapi. Það hefur því miður kallað á fækkun starfsfólks á þeim sviðum,“ segir í tilkynningunni.
Alls störfuðu 155 manns hjá félaginu fyrir hópuppsögnina í dag.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða hópuppsögnina í fjármálageiranum og sagt var frá á föstudaginn, þó að misvisandi upplýsingar hafi fengist um þann fjölda starfsmanna sem um ræðir.
Uppfært 11:10: Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi í dag að eðlilegra hefði verið hjá stofnuninni að greina frá hópuppsögninni í dag. Málið hafi enn verið í samráðsferli síðastliðinn föstudag.