Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 23:00 Undrabörnin tvö heilsast fyrir leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Alex Grimm/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum. Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00
Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46