Tölvuþrjótar krefja Man Utd um lausnargjald Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:11 Manchester United vann öruggan sigur í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en í kvöld bárust fréttir þess efnis að félagið hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Matthew Peters/Getty Images Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þaðan mikilvægum upplýsingum. Krefja þeir nú félagið um milljónir punda ellegar muni þeir birta upplýsingarnar. Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega. Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega.
Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira