Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 18:31 Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu bendir á mannsöfnuð fyrir utan verslanir vegna fjöldatakmarkana og telur að endurskoða þurfi reglurnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira