„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 12:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í morgun og sagði skorta fyrirsjáanleika í aðgerðum hennar fyrir atvinnulífið. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““ Alþingi Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““
Alþingi Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu