Foden skaut City áfram | Unnið alla fjóra leiki sína til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 19:50 Leikmenn Man City fagna sigurmarki kvöldsins. Tom Flathers/Getty Images Gott gengi Manchester City í Meistaradeild Evrópu heldur áfram en liðið vann Olympiakos á útivelli í kvöld. Lokatölur í Grikklandi 0-1 og Man City komið í 16-liða úrslit þó enn séu tvær umferðir eftir af riðlakeppninni. Leikur kvöldsins var engin flugeldasýning en Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og í raun eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 City í vil sem er nú með 12 stig á toppi C-riðils og þar af leiðandi með sex stiga forystu á Porto sem er í 2. sæti. Porto mætir Marseille nú í kvöld. Gott gengi City í Meistaradeildinni heldur því áfram þó illa gangi heima fyrir í Englandi. City hefur unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa og þarf mikið að gerast til að þeir vinni ekki C-riðil. 12 - Manchester City manager Pep Guardiola has progressed from the UEFA Champions League group stages in all 12 attempts as a coach, the best 100% record of any manager. Formality. pic.twitter.com/LGrEdHOv7d— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Var þetta í 12. skipti sem lærisveinar Pep Guardiola komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í 12 tilraunum. Spænski þjálfarinn því með 100 prósent árangur er kemur að því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Gott gengi Manchester City í Meistaradeild Evrópu heldur áfram en liðið vann Olympiakos á útivelli í kvöld. Lokatölur í Grikklandi 0-1 og Man City komið í 16-liða úrslit þó enn séu tvær umferðir eftir af riðlakeppninni. Leikur kvöldsins var engin flugeldasýning en Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og í raun eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 City í vil sem er nú með 12 stig á toppi C-riðils og þar af leiðandi með sex stiga forystu á Porto sem er í 2. sæti. Porto mætir Marseille nú í kvöld. Gott gengi City í Meistaradeildinni heldur því áfram þó illa gangi heima fyrir í Englandi. City hefur unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa og þarf mikið að gerast til að þeir vinni ekki C-riðil. 12 - Manchester City manager Pep Guardiola has progressed from the UEFA Champions League group stages in all 12 attempts as a coach, the best 100% record of any manager. Formality. pic.twitter.com/LGrEdHOv7d— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Var þetta í 12. skipti sem lærisveinar Pep Guardiola komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í 12 tilraunum. Spænski þjálfarinn því með 100 prósent árangur er kemur að því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti