Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 18:40 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“ Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira