Segir að aðrir tennisleikarar hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 10:32 Amelie Mauresmo þjálfaði Andy Murray í tvö ár. getty/Michael Dodge Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira