Fótbolti

Messi ekki með til Úkraínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lionel Messi í leik gegn Juventus í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum.
Lionel Messi í leik gegn Juventus í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Valerio Pennicino/Getty Images

Spænska stórliðið Barcelona mætir Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag. Enginn Lionel Messi verður í leikmannahópi Börsunga er leikurinn hefst.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Ronald Koeman, þjálfara liðsins, í dag en hann telur Messi þurfa á hvíldinni að halda. Sömu sögu er að segja af hollenska miðjumanninum Frenkie De Jong.

Barcelona er sem stendur með fullt hús stiga í Meistaradeildinni að loknum þremur leikjum en gengið heima fyrir hefur verið skelfilegt. Liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum og virðist Koeman ganga illa að finna lausnir á vandræðum liðsins. Barcelona er í 12. sæti sem stendur, 11 stigum á eftir Real Sociedad sem trónir á toppi deildarinnar.

Lionel Messi reyndi eins og hann gat að fá sig lausan frá Barcelona síðasta sumar. Hann er enn leikmaður liðsins en heftur oft leikið betur en á þessari leiktíð. Hvort hvíldin geri gæfumuninn kemur einfaldlega í ljós er fram líða stundir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×