Dæmdur fyrir líkamsárás, húsbrot og hótanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 19:09 Dómur yfir manninum féll í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar. Dómsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar.
Dómsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira