Aldrei eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Aldrei hafa eins margar tilkynningar borist um heimilisofbeldi og í ár, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira