Lagt til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður í 30 km/klst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 18:41 Andrés Ingi Jónsson, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“ Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“
Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira