Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 12:30 Arnar Þór Viðarsson er þjálfari U-21 árs landsliðs karla og er búinn að koma því á EM á næsta ári. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór. Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór.
Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn