Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 07:30 Mikael Neville Anderson í leik með A-landsliðinu gegn Dönum í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira