Innleiðing betri vinnutíma Sandra B. Franks skrifar 22. nóvember 2020 13:59 Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun