Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastýra Bjarkarhlíðar hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun í þessu árferði. Stöð2 Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira