Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. nóvember 2020 16:51 Arnar Þór á hliðarlínunni með U21-árs landsliðinu. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan. KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan.
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira