Vill að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði framtíðarúrræði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira