Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalag Íslands. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu