Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 10:17 Ivanka Trump var einn stjórnenda Trump-fyrirtækisins sem greiddi öðru fyrirtæki hennar fyrir ráðgjafarstörf. Trump-fyrirtækið lækkaði skattbyrði sína með því að afskrifa ráðgjafargreiðslurnar sem rekstrarkostnað. Vísir/Getty Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira