Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 07:31 Jón Axel Guðmundsson átti flottan háskólaferil með Davidson Wildcats. Getty/Mark LoMoglio Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira