Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 07:31 Jón Axel Guðmundsson átti flottan háskólaferil með Davidson Wildcats. Getty/Mark LoMoglio Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards. NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards.
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira