Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 07:31 Jón Axel Guðmundsson átti flottan háskólaferil með Davidson Wildcats. Getty/Mark LoMoglio Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards. NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards.
NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira