Skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 18:10 Pétur Pétursson var eðlilega frekar súr að leik loknum en mjög stoltur af leikmönnum sínum. Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45
Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43
Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03