Það er smá óbragð í munninum á manni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 17:43 Hallbera Guðný var frekar súr, og köld, að loknum leik Vals og Glasgow City í Meistaradeildinni í dag. Eðlilega þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Valur tapaði á svekkjandi hátt. Vísir/Bára Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira