Handagangur í öskjunni á hárgreiðslustofum Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2020 10:40 Lilja lætur skærin dansa yfir hausamótum blaðamannsins. visir/vilhelm Örtröð er nú á öllum rakara- og hárgreiðslustofum höfuðborgarsvæðisins en í dag var aflétt banni við starfsemi þeirra. Eins og kunnugt er var þeim, ásamt ýmsum öðrum rekstri gert að loka í sóttvarnarskini vegna Covid-19 faraldursins. Ljósmyndari og blaðamaður Vísis fóru í morgunsárið á hina sögufrægu stofu Hárhornið við Hlemm nú í morgun til að taka púlsinn og þar gekk mikið á. Opnað var klukkan tíu en þá þegar var komin röð fyrir utan þó kalt væri í veðri; stillt en hartnær tíu stiga frost. Á Hárhorninu ræður Lilja Torfadóttir ríkjum en hún tók við rekstrinum eftir dag föður hennar, hins þjóðþekkta Torfa rakara Geirmundssonar. En Lilja starfaði með föður sínum þar áður en hann féll frá og hún saknar hans. Torfi kunni að koma orðum að hlutunum og ekkert vantar uppá að Lilja hafi munninn fyrir neðan nefið. Lilja Torfadóttir ræður ríkjum á Hárhorninu. Hún og allt hennar lið, en á stofunni eru fjórir stólar, eru þess albúin að klippa tugi manna í dag og næstu daga.visir/vilhelm „Ég get alveg sagt þér það að Torfi hefði haft sitthvað við þetta að athuga. Hann hefði talið að gríman veitti falskt öryggi og honum hefði fundist þessi lokun alveg fáránleg,“ segir Lilja og glottir. Tvisvar sinnum sex vikna frí heldur mikið Blaðamaður misnotaði aðstöðu sína án þess að depla auga, smokraði sér í einn af fjórum stólum stofunnar og ræddi við Lilju meðan hún lét skærin dansa yfir hausamótum blaðamannsins og snyrti úfinn kollinn. Þá þegar voru ýmsir fastakúnnar mættir og úti norpuðu nokkrir sem þurftu sárlega á klippingu að halda. Á Hárhorninu er fyrirkomulagið þannig að þar eru ekki tímapantanir heldur mæta menn bara. Allar hárgreiðslu- og rakarastofur eru smekkfullar núna, verða í dag og næstu daga. Hárgreiðslumeisturum Hárhornsins þótti erfitt að vita af fjölda manns úti í frostinu en það má ekki taka inn nema tiltekinn fjölda í senn.visir/vilhelm „Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bara ekki síðan ég byrjaði að vinna 16 ára gömul,“ segir Lilja en henni þótti það verra að vera gert að taka sér 6 vikna frí öðru sinni á þessu ári. En í mars var einnig gripið til þess ráðs að loka hárgreiðslustofum. Lilju finnst þetta harðar aðgerðir í ljósi þess að fá dæmi eru um að smit hafi komið upp á hárgreiðslu- og rakarastofum. Og líklega engin eftir að grímuskylda var tekin upp. „Mér sýndist það þegar ég var að þæfa mig í gegnum smáa letrið. En maður skilur þetta svo sem. Það var komið upp eitthvað fár. Og kúnnarnir okkar hafa ekki verið með neina stæla. Þeir hafa tekið þessu vel. Einn eða tveir með kjaft þegar grímuskyldan var tekin upp en þetta hefur gengið vel,“ segir Lilja. Telur ekki marga hafa stolist til að klippa heima Hún gerir ráð fyrir því að klippa í allan dag, sennilega til klukkan sex. Hún tekur að jafnaði fjóra til fimm á klukkutíma þegar mikið er að gera þannig að þeir verða margir hausarnir klipptir í dag. „Í mars, í lokuninni þá, var ég fram á kvöld. Margir voru mættir og klárir í klippinguna áður en opnað var. Í mars, þegar opnað var eftir sex vikna lokun, var veður betra og þá var röð sem lá langt upp Laugaveginn.visir/vilhelm Þá var betra veður og þá var stanslaus röð hér langt upp Laugaveginn. Ég nenni því ekki núna. En þá komu margir sem voru komnir með afar skrýtna hárgreiðslu,“ segir Lilja og hlær. Hún vísar þá til þess að einhverjir höfðu reynt að klippa sig sjálfir eða fengið einhvern til þess. Aðspurð þverneitar Lilja því að hafa verið að klippa og lita í heimahúsum. Og henni er til efs að margir hárgreiðslumenn hafi laumast til þess. „Menn vilja ekki rjúfa samstöðuna.“ En síminn hefur ekki stoppað og margir leitað eftir leiðum til þess að vera sæmilega til hafðir um hausinn. Nú stefnir allt í að menn geti verið sómasamlegir og með greiðsluna í lagi yfir hátíðarnar sem eru á næsta leyti. En víst er að það þarf að vinna upp glataðan tíma og vinna á úr sér vöxnu hárstrýinu. Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Örtröð er nú á öllum rakara- og hárgreiðslustofum höfuðborgarsvæðisins en í dag var aflétt banni við starfsemi þeirra. Eins og kunnugt er var þeim, ásamt ýmsum öðrum rekstri gert að loka í sóttvarnarskini vegna Covid-19 faraldursins. Ljósmyndari og blaðamaður Vísis fóru í morgunsárið á hina sögufrægu stofu Hárhornið við Hlemm nú í morgun til að taka púlsinn og þar gekk mikið á. Opnað var klukkan tíu en þá þegar var komin röð fyrir utan þó kalt væri í veðri; stillt en hartnær tíu stiga frost. Á Hárhorninu ræður Lilja Torfadóttir ríkjum en hún tók við rekstrinum eftir dag föður hennar, hins þjóðþekkta Torfa rakara Geirmundssonar. En Lilja starfaði með föður sínum þar áður en hann féll frá og hún saknar hans. Torfi kunni að koma orðum að hlutunum og ekkert vantar uppá að Lilja hafi munninn fyrir neðan nefið. Lilja Torfadóttir ræður ríkjum á Hárhorninu. Hún og allt hennar lið, en á stofunni eru fjórir stólar, eru þess albúin að klippa tugi manna í dag og næstu daga.visir/vilhelm „Ég get alveg sagt þér það að Torfi hefði haft sitthvað við þetta að athuga. Hann hefði talið að gríman veitti falskt öryggi og honum hefði fundist þessi lokun alveg fáránleg,“ segir Lilja og glottir. Tvisvar sinnum sex vikna frí heldur mikið Blaðamaður misnotaði aðstöðu sína án þess að depla auga, smokraði sér í einn af fjórum stólum stofunnar og ræddi við Lilju meðan hún lét skærin dansa yfir hausamótum blaðamannsins og snyrti úfinn kollinn. Þá þegar voru ýmsir fastakúnnar mættir og úti norpuðu nokkrir sem þurftu sárlega á klippingu að halda. Á Hárhorninu er fyrirkomulagið þannig að þar eru ekki tímapantanir heldur mæta menn bara. Allar hárgreiðslu- og rakarastofur eru smekkfullar núna, verða í dag og næstu daga. Hárgreiðslumeisturum Hárhornsins þótti erfitt að vita af fjölda manns úti í frostinu en það má ekki taka inn nema tiltekinn fjölda í senn.visir/vilhelm „Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bara ekki síðan ég byrjaði að vinna 16 ára gömul,“ segir Lilja en henni þótti það verra að vera gert að taka sér 6 vikna frí öðru sinni á þessu ári. En í mars var einnig gripið til þess ráðs að loka hárgreiðslustofum. Lilju finnst þetta harðar aðgerðir í ljósi þess að fá dæmi eru um að smit hafi komið upp á hárgreiðslu- og rakarastofum. Og líklega engin eftir að grímuskylda var tekin upp. „Mér sýndist það þegar ég var að þæfa mig í gegnum smáa letrið. En maður skilur þetta svo sem. Það var komið upp eitthvað fár. Og kúnnarnir okkar hafa ekki verið með neina stæla. Þeir hafa tekið þessu vel. Einn eða tveir með kjaft þegar grímuskyldan var tekin upp en þetta hefur gengið vel,“ segir Lilja. Telur ekki marga hafa stolist til að klippa heima Hún gerir ráð fyrir því að klippa í allan dag, sennilega til klukkan sex. Hún tekur að jafnaði fjóra til fimm á klukkutíma þegar mikið er að gera þannig að þeir verða margir hausarnir klipptir í dag. „Í mars, í lokuninni þá, var ég fram á kvöld. Margir voru mættir og klárir í klippinguna áður en opnað var. Í mars, þegar opnað var eftir sex vikna lokun, var veður betra og þá var röð sem lá langt upp Laugaveginn.visir/vilhelm Þá var betra veður og þá var stanslaus röð hér langt upp Laugaveginn. Ég nenni því ekki núna. En þá komu margir sem voru komnir með afar skrýtna hárgreiðslu,“ segir Lilja og hlær. Hún vísar þá til þess að einhverjir höfðu reynt að klippa sig sjálfir eða fengið einhvern til þess. Aðspurð þverneitar Lilja því að hafa verið að klippa og lita í heimahúsum. Og henni er til efs að margir hárgreiðslumenn hafi laumast til þess. „Menn vilja ekki rjúfa samstöðuna.“ En síminn hefur ekki stoppað og margir leitað eftir leiðum til þess að vera sæmilega til hafðir um hausinn. Nú stefnir allt í að menn geti verið sómasamlegir og með greiðsluna í lagi yfir hátíðarnar sem eru á næsta leyti. En víst er að það þarf að vinna upp glataðan tíma og vinna á úr sér vöxnu hárstrýinu.
Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira