Arion banki: Ég vil fá mínar 12 milljónir til baka Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 07:00 Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið. Um þennan vanda Arion banka má lesa HÉR en þar stendur: „Tæknilega þýðir það að bankinn er með 65 milljarða króna í umfram eigið fé. Væntanlega væri það þó ekki skynsamleg ráðstöfum að greiða allt umfram eigið fé út en bankinn ætti að geta hæglega greitt hluthöfum 41 milljarð króna,“ skrifar greinandinn. Ég ætla að stinga upp á því við bankann að hann greiði hluthöfum sínum ekki neitt af þessum 65 milljörðum enda „ekki skynsamleg ráðstöfun“, heldur sýni bankastjóri Arion banka þann manndóm og sanngirni að sjá til þess að þeir 40 milljarðar sem hann getur greitt út, fari til fólksins sem bankinn hefur féflett, af einstakri óbilgirni og hörku, síðustu árin. Við skiptum þúsundum, en ég get nefnt sjálfa mig sem dæmi. Arion banki stal af mér a.m.k. 12 – 30 milljónum, ef ekki meiru, og ég myndi gjarnan vilja fá eitthvað af því til baka. Upphæðin fer eftir því við hvað er miðað, en hún er klárlega nær 30 milljónum en 12. Ég er þó til í að miða kröfu mína við þær algjörlega óumdeilanlegu 12 milljónir sem um ræðir, til að flækja málin ekki frekar. Þessi vandræði bankans með að losna við eigið fé koma mér þó óneitanlega á óvart því þegar ég var að „eiga við hann“ fyrir ári síðan vegna minna mála, hefði ég getað svarið að bankinn héngi á horriminni, svo mikil var óbilgirni hans. Hann gaf ekkert eftir og neytti aflsmunar með óforskömmuðum hætti til að ná fram ólöglegum kröfum sínum. Bankinn gekk meira að segja svo langt að krefjast þess að málshöfðun væri dregin til baka sem hefði, ef lögum hefði verið fylgt, „kostað hann“ 12 milljónir. 12 milljónir. Ég vissi það að okkur hjónin munaði verulega um 12 milljónir, en það leit út fyrir á þessum tíma að Arion banka munaði meira um þær en okkur. Svo þetta kemur á óvart. Það kæmi sér gríðarlega vel fyrir okkur hjónin að fá þessar 12 milljónir til baka, enda vita báðir aðilar, við og Arion banki, að bankinn átti engan rétt á þeim og hefði aldrei fengið þær nema vegna yfirburðastöðu sinnar. Nú gæti einhver spurt, ef þetta er svona augljóst, af hverju eruð þið þá ekki bara búin að fara með þetta fyrir dómstóla? Það er eðlileg spurning en henni er að sumu leyti erfitt að svara því þar að baki liggur flókin saga um skelfileg brot íslenskra dómara og misnotkun á því gríðarlega valdi sem þeim hefur verið falið. Það er ein ástæðan fyrir því að þetta mál hefur ekki ennþá verið tekið lengra og að þegar að svarf til stáls fyrir ári síðan, vorum við hjónin komin í þá stöðu að þurfa að bjarga því sem bjargað varð. Okkur tókst að bjarga heimili okkar, en það var óheyrilega dýru og óréttlátu verði keypt. Önnur ástæða er sú að barátta sem þessi sýgur alla orku frá þeim sem í lenda og að henni lokinni fer öll orkan í að byggja upp líf sitt að nýju. Þriðja ástæðan er sú að það er afskaplega dýrt að leita réttar síns, ekki síst þegar dómarar eru eins langt frá því að vera hlutlausir og mögulegt er. Ef íslensku dómurum er líkt við knattspyrnudómara þá eru þeir tólfti maðurinn í bankaliðinu og svo grófir að þeir dæma hreinlega víti fyrir ímynduð brot úti á miðjum velli. Staðan fyrir mótherja bankanna er því svo til vonlaus frá upphafi leiks. Ég væri óneitanlega mun betur stödd ef ég hefði 12 milljónirnar sem bankinn stal af mér með dyggri aðstoð sýslumanns og dómstóla og gæti þá væntanlega farið í mál við hann. En það merkilega er að þá þyrfti ég sennilega ekkert á því að halda. Já, í þessum málum bítur allt í skottið á sjálfu sér. En látum það liggja á milli hluta, núna eru greinilega bjartari tímar framundan. Arion banki á fullt af peningum, beinlínis of mikið af þeim! Ég skora á bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslason, að sýna þann manndóm að endurgreiða það sem hann hefur oftekið af fólki eins og mér. Ég fer fram á að fá þær 12 milljónir til baka sem ég sannanlega á og hvet aðra sem bankinn hefur oftekið peninga af, að fara fram á það sama. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og féflett af Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Íslenskir bankar Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið. Um þennan vanda Arion banka má lesa HÉR en þar stendur: „Tæknilega þýðir það að bankinn er með 65 milljarða króna í umfram eigið fé. Væntanlega væri það þó ekki skynsamleg ráðstöfum að greiða allt umfram eigið fé út en bankinn ætti að geta hæglega greitt hluthöfum 41 milljarð króna,“ skrifar greinandinn. Ég ætla að stinga upp á því við bankann að hann greiði hluthöfum sínum ekki neitt af þessum 65 milljörðum enda „ekki skynsamleg ráðstöfun“, heldur sýni bankastjóri Arion banka þann manndóm og sanngirni að sjá til þess að þeir 40 milljarðar sem hann getur greitt út, fari til fólksins sem bankinn hefur féflett, af einstakri óbilgirni og hörku, síðustu árin. Við skiptum þúsundum, en ég get nefnt sjálfa mig sem dæmi. Arion banki stal af mér a.m.k. 12 – 30 milljónum, ef ekki meiru, og ég myndi gjarnan vilja fá eitthvað af því til baka. Upphæðin fer eftir því við hvað er miðað, en hún er klárlega nær 30 milljónum en 12. Ég er þó til í að miða kröfu mína við þær algjörlega óumdeilanlegu 12 milljónir sem um ræðir, til að flækja málin ekki frekar. Þessi vandræði bankans með að losna við eigið fé koma mér þó óneitanlega á óvart því þegar ég var að „eiga við hann“ fyrir ári síðan vegna minna mála, hefði ég getað svarið að bankinn héngi á horriminni, svo mikil var óbilgirni hans. Hann gaf ekkert eftir og neytti aflsmunar með óforskömmuðum hætti til að ná fram ólöglegum kröfum sínum. Bankinn gekk meira að segja svo langt að krefjast þess að málshöfðun væri dregin til baka sem hefði, ef lögum hefði verið fylgt, „kostað hann“ 12 milljónir. 12 milljónir. Ég vissi það að okkur hjónin munaði verulega um 12 milljónir, en það leit út fyrir á þessum tíma að Arion banka munaði meira um þær en okkur. Svo þetta kemur á óvart. Það kæmi sér gríðarlega vel fyrir okkur hjónin að fá þessar 12 milljónir til baka, enda vita báðir aðilar, við og Arion banki, að bankinn átti engan rétt á þeim og hefði aldrei fengið þær nema vegna yfirburðastöðu sinnar. Nú gæti einhver spurt, ef þetta er svona augljóst, af hverju eruð þið þá ekki bara búin að fara með þetta fyrir dómstóla? Það er eðlileg spurning en henni er að sumu leyti erfitt að svara því þar að baki liggur flókin saga um skelfileg brot íslenskra dómara og misnotkun á því gríðarlega valdi sem þeim hefur verið falið. Það er ein ástæðan fyrir því að þetta mál hefur ekki ennþá verið tekið lengra og að þegar að svarf til stáls fyrir ári síðan, vorum við hjónin komin í þá stöðu að þurfa að bjarga því sem bjargað varð. Okkur tókst að bjarga heimili okkar, en það var óheyrilega dýru og óréttlátu verði keypt. Önnur ástæða er sú að barátta sem þessi sýgur alla orku frá þeim sem í lenda og að henni lokinni fer öll orkan í að byggja upp líf sitt að nýju. Þriðja ástæðan er sú að það er afskaplega dýrt að leita réttar síns, ekki síst þegar dómarar eru eins langt frá því að vera hlutlausir og mögulegt er. Ef íslensku dómurum er líkt við knattspyrnudómara þá eru þeir tólfti maðurinn í bankaliðinu og svo grófir að þeir dæma hreinlega víti fyrir ímynduð brot úti á miðjum velli. Staðan fyrir mótherja bankanna er því svo til vonlaus frá upphafi leiks. Ég væri óneitanlega mun betur stödd ef ég hefði 12 milljónirnar sem bankinn stal af mér með dyggri aðstoð sýslumanns og dómstóla og gæti þá væntanlega farið í mál við hann. En það merkilega er að þá þyrfti ég sennilega ekkert á því að halda. Já, í þessum málum bítur allt í skottið á sjálfu sér. En látum það liggja á milli hluta, núna eru greinilega bjartari tímar framundan. Arion banki á fullt af peningum, beinlínis of mikið af þeim! Ég skora á bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslason, að sýna þann manndóm að endurgreiða það sem hann hefur oftekið af fólki eins og mér. Ég fer fram á að fá þær 12 milljónir til baka sem ég sannanlega á og hvet aðra sem bankinn hefur oftekið peninga af, að fara fram á það sama. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og féflett af Arion banka.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun