Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hólmfriður Árnadóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:30 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun